4.5.2015 | 17:41
Stelsýki og græðgi
Einmitt, sóun efnis! Voðalegt með þennan höfundarétt! Framleiðandi stelur hönnun og býr til eftirlíkingu án leyfis til að sleppa við hönnunarkostnað og borgin kaupir þýfi. Og Píratar aumka þjófinn en álasa sjálfsögðum mannréttindum.
Efnisleg sóun vegna höfundaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ættir kannski frekar að gagnrýna þá stjórnmálamenn sem stóðu að þessum "þjófnaði" sem þú kallar svo, heldur en að beina spjótum þínum að pírötum sem komu hvergi nærri þeim verknaði og voru ekki einu sinni til þegar hann var framinn? Afleiðingin er bara meiri kostnaður fyrir þig sem skattgreiðanda, og því eru píratar að mótmæla núna. Ertu ósammála því eða finnst þér bara vera hið besta mál að þér sé sendur reikningurinn fyrir þessari vitleysu?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2015 kl. 19:03
Við lásum væntanlega sömu greinina Sigríður. Ekki á neinum stað í þessari grein er minnst á það að Píratar séu að aumka þjófinn, en álasa höfundarrétti(þú segjir mannréttindum). Málið er, að þessi húsgögn voru keypt fyrir opnun ráðhúss Reykjavíkur, í tíð Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra, sem er aukaatriði. Væntanlega keypt í þeirri trú, að um alvöru vöru væri að ræða. Í hartnær 30 ár hafa þessi húsgögn verið þarna, þú mögulega setið sjálf í þeim, ásamt ótölulegum fjölda fólks. Síðan eftir allann þennan tíma dúkkar þetta upp, húsgögnin eru ekki ekta, en hafa samt þjónað í allan þennan tíma. Spurningin hvað á að gera, og þar kemur að málefni Pírata gagnvart þessu máli. Þeim finnst bruðl að henda slíkum eðal húsgögnum, hafandi ekkert með að gera hvernig þau upphaflega komu þarna inn. Ég held að hugsun Pírata hafi einfaldlega verið sú, að forða verðmætum frá eyðingu, þeir hafi reynt eftir fremsta megni að ná samkomulagi við hönnuðinn, sem ekki hafi viljað ná samkomulagi.
Jónas Ómar Snorrason, 4.5.2015 kl. 19:15
Var það nokkuð staðfest að um eftirlýkingar var að ræða, það var talað um einhvern kóða sem vantaði á húsgögnin sem var hugsanlega farinn vegna aldurs á þeim.
Ég sé ekki á neinn máta hvernig er hægt að kalla þetta þjófnað, hverju var stolið?
Eru starfsmenn borgarinnar þjófar af því að þeir keyptu á sínum tíma húsgögn sem eru hugsanlega svipuð í útliti og frá öðrum framleiðanda en eru ekki endilega eftirlýkingar?
Er það ekki undir þessu fyrirtæki sem kvartar komið að sanna að þetta séu eftirlíkingar ef þeir vilja fara með þetta í mál?
Er það ekki líka undir þeim þá að fara í mál við þann sem seldi húsgögnin á sínum tíma?
Ég verð að vera hjartanlega sammála pírötum í þessu máli, höfundarréttur er kominn út fyrir öll velsæmismörk, áður en þú veist af því þá þarftu að fara borga fyrir það að nota nafnið þitt af því að einhver fékk einkarétt á því á undan þér.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.5.2015 kl. 19:45
þetta er svo winfalt. Hvað sem fólki finnst þá eru þetta landslög.
1. gr. Höfundur að bókmenntaverki eða listaverki á eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í lögum þessum greinir.
Til bókmennta og lista teljast samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, tónsmíðar, myndlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist, nytjalist og aðrar samsvarandi listgreinar, á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist.
Uppdrættir, teikningar, mótanir, líkön og önnur þess háttar gögn, sem fræðslu veita um málefni eða skýra þau, njóta verndar með sama hætti og bókmenntaverk.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 21:10
Og hvar nákvæmlega í höfundalögunum er heimildin til að skikka eigendur hluta til að láta tortíma þeim?
Græðgi er vissulega orð sem kemur upp í huga minn varðandi þetta mál. Það er gráðugt að fulltrúar "rétthafans" sætti sig ekki við neitt minna en eyðileggingu og sóun.
Bj (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 09:22
Það væri gaman að sjá hvort fólki væri eins annt um að bjarga verðmætum ef Bónus færi að selja niðursuðuvörur frá Kína í fölsuðum Ora dósum, Rússneskan þorsk merktan Flateyri og Nýsjálenskt lambakjöt sem Hólsfjalla.
Ufsi (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 15:58
Ufsi, ég held að þú myndir nú ekki vera sammála sjálfum þér núna ef það kæmi einhver gaur heim tíl þín og segði þér að þú þyrftir að henda eldhúsinnréttingunni þinni og kaupa þér nýja, af því hún sé brot á höfundarrétti...
Samlíking sem þú setur fram er ekki góð að mínu mati, og hver segir að bónus sé nú ekki þegar að gera það sem þú talar um!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.5.2015 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.