17.5.2007 | 22:23
Ný ríkisstjórn
Það virðist sem loksins verði mynduð ríkisstjórn á Íslandi sem styðst við vilja raunverulegs meieihluta kjósenda með því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman í stjórn. Þeir forkólfar stjórnmálaflokka sem standa utan við bera sig aumlega. Vinstri hreyfingin grænt framboð glutraði tækifærinu til áhrifa með ógætilegum málflutningi sem kom þeim jafnmikið í koll sjálfum og framsókn. Yfirlýsingar ýmissa framsóknarmana síðustu daga sýna innbyrðis sundrungu. Það virðist sem frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu, sem náðu ekki kjöri til þings, vilji ekki una því að dreifbýlisþingmenn haldi áfram í ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum. Guðni er sár og reynir að skella skuldinni á sjálfstæðismenn en ekki menn í eigin flokki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.