Stóriðjustefnan?

Talað er um að stóriðjustefnan verði ásteitingasteinn við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það er hugsanlegt en þó langsótt því nú hefur einokun Landsvirkjunar á virkjun fallorku verið aflétt samkvæmt orkulögum. Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki kann að greina á um einkavæðingu því ríkið þarf að draga sig út úr Landsvikjun og selja fyrirtækið sem fyrst.

Iðnrekstur, þar með talin framleiðsla á orku eða málmi, mun þróast við eðlilegt viðskiptaumhverfi án sértækra aðgerða ríkisins sem þarf að uppfylla skyldur sínar við allar atvinnugreinar með eftirliti og öryggisráðstöfunum. Það er tómt mál að tala um stóriðjustefnu nema í þátíð. Ég veit ekki til þess að ríkið reki álver eða aðra stóriðju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband