Gjaldmiðillinn okkar

Það er mikilvægasta skylda næstu ríkisstjórnar að taka upp nýjan og traustan gjaldmiðil á Íslandi. Fjárhagur heimila og velferð íbúanna er mikið undir því komin að herkostnaði vegna krónunnar verði útrýmt. Það jákvæðasta sem nýja ríkisstjórnin getur gert í efnahagsmálum er að tryggja Íslandi traustan gjaldmiðil. Þrátt fyrir góða fjármálastjórn getur ríkið ekki lengur haldið úti íslensku krónunni í okkar opna hagkerfi.

Við erum farin að sjá íslensk fyrirtæki taka upp evru sem viðmiðun og mynt. Sem stendur er hagstætt að greiða öll aðföng í erlendum gjaldmiðlum, hvort sem það er fyrir laun, hráefni eða fjármagn. Einkafyrirtæki, ríkið, sveitarfélög og opinberar stofnanir eins og t.d. landspítalinn, hafa mun meira svigrúm en hinn almenni neytandi til að velja í hvaða gjaldmiðli kostnaður fellur til. Í ársuppgjörum fyrirtækja og stofnana er gjarnan talað um gengishagnað (stöku sinnum gengistap). Á móti þessum útreikningum í bókhaldi fyrirtækja er alltaf gengistap, sem hvergi er skráð, en er að miklu leyti tap íslenskra neytenda.

 

Hvað gerist þegar krónan fer að falla? Sífellt fleiri taka lán til einkanota í erlendri mynt. Almenningur er varaður við áhættunni sem felst í erlendum lánum vegna gengisveiflna. Áhættan er raunverulega mikil því skuldir í erlendri mynt aukast að sama skapi og krónan lækkar. En gengisáhættan er ekki bara fyrir þá sem skulda í erlendri mynt. Um leið og krónan leitar jafnvægis munu vextir og verðbætur hækka sem nemur allt að 40% sveiflu gengisins.

 

Í rauninni er undirliggjandi verðbólga um 3-5 prósentustig vegna gengissveiflu. Frá áramótum hefur gengi krónunnar hækkað um 10% sem þýðir samsvarandi lækkun á innfluttum vörum og þjónustu. Laun þeirra sem fá greitt í evrum kosta atvinnurekendur nú 10% minna en um áramótin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband