Framleiðni og krónan

Ég óttast að ríkisstjórn Jóhönnu muni ekki minnka hlutfall ríkisútgjalda í landsframleiðslunni heldur jafnvel auka hlutdeild ríkisins. Það er mikilvægt að halda uppi atvinnustigi en það er lítið gagn að því að auka opinbera þjónustu ef það verður til að draga úr framleiðni. Staðan væri allt önnur ef fjárveitingar til skóla og heilbrigðisþjónustu hefðu verði hlutfallslega of litlar á undanförnum árum.  Nú birtist hagfræðingurinn Joseph Stiglitz og segir blákalt að það sé gott fyrir útflutningsfyrirtækin að hafa íslensku krónuna. Með öðrum orðum með því að hafa lækkað launin og hækkað verð á innflutningi um helming er hægt að halda uppi íslenskri framleiðslu. Það þarf ekki Nóbelsverðlaunahafa til að útskýra það en ábatinn (sem er hin hliðin á tapinu) gildir aðeins til mjög skamms tíma litið. Til lengri tíma verður að gera framleiðslugreinum kleyft að greiða samkeppnishæf laun og fjármagna sig til samræmis við alþjóðlega samkeppni og til þess verðum við að hafa gjaldmiðil sem er stöðugur.

Ég óttast að gjaldeyrishöftin valdi því að íslensk framleiðsla bæði í einkageiranum og hinum opinbera staðni. Með íslensku krónuna höfum við rangan mælikvarða á hagkvæmni og munum þess vegna taka rangar ákvarðanir í fjárfestingum og rekstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband