3.9.2009 | 23:11
Íslenski skattborgarinn á ekki von á góðu
Fram undan eru erfið mál fyrir íslenska skattborgara en sem betur fer lauk ákveðnum áföngum í Icesave og ESB-umsókn með því að tiltölulega frjálslynd sjónarmið höfðu sigur. Frá því að kreppan skall á í haust hef ég ekki getað fengið mig til að blogga neitt. Umræðan hefur verið svo dapurleg að maður hefur kosið að þegja bara. Á komandi vetri tel ég þó að togstreitan eigi enn eftir að aukast. Fólk mun eðlilega velta mjög vöngum yfir skattaálögum og bera sig saman við aðra þegar kemur að því að skattar verða hækkaðir og ívilnanir af ýmsum toga verða kynntar til sögunnar. Kjarabaráttan á eftir að harðna þar sem kaupmáttur hefur minnkað. Verðbólgan sem enn mælist há hér á landi ber þess vott að fólk treystir ekki ríkisstjórninni og Alþingi til að koma böndum á útgjöld hins opinbera. Það er að heyra á ráðherrum að þeir vilji ekki fækka í starfsliði ríkisins. Og á mörgum sviðum er von á útgjaldahækkunum hjá hinu opinbera vegna nýrra verkefna út af kreppunni. Maður spyr sig því hvort nauðsynlegt sé að auka gjaldeyrisvarasjóðinn nú með erlendum lántökum og hvort nú sé rétti tíminn til að auka umsvif FME.
Ísland: Land án hagkerfis" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Íslenska hagkerfið er mjög dapurt en í nýrri skýrslu OECD um málefni Íslands er innganga okkar í ESB og upptaka evru talinn eini raunhæfi möguleikinn til að endurreisa stoðir hagkerfisins.
Þetta hafa menn raunar vitað lengi en bæði ASÍ og Neytendasamtökin hafa einnig bent á hið sama og OECD.
Kjartan Jónsson, 3.9.2009 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.