18.5.2007 | 14:59
Stóriðjustefnan?
Talað er um að stóriðjustefnan verði ásteitingasteinn við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það er hugsanlegt en þó langsótt því nú hefur einokun Landsvirkjunar á virkjun fallorku verið aflétt samkvæmt orkulögum. Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki kann að greina á um einkavæðingu því ríkið þarf að draga sig út úr Landsvikjun og selja fyrirtækið sem fyrst.
Iðnrekstur, þar með talin framleiðsla á orku eða málmi, mun þróast við eðlilegt viðskiptaumhverfi án sértækra aðgerða ríkisins sem þarf að uppfylla skyldur sínar við allar atvinnugreinar með eftirliti og öryggisráðstöfunum. Það er tómt mál að tala um stóriðjustefnu nema í þátíð. Ég veit ekki til þess að ríkið reki álver eða aðra stóriðju.
17.5.2007 | 22:23
Ný ríkisstjórn
Það virðist sem loksins verði mynduð ríkisstjórn á Íslandi sem styðst við vilja raunverulegs meieihluta kjósenda með því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fari saman í stjórn. Þeir forkólfar stjórnmálaflokka sem standa utan við bera sig aumlega. Vinstri hreyfingin grænt framboð glutraði tækifærinu til áhrifa með ógætilegum málflutningi sem kom þeim jafnmikið í koll sjálfum og framsókn. Yfirlýsingar ýmissa framsóknarmana síðustu daga sýna innbyrðis sundrungu. Það virðist sem frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu, sem náðu ekki kjöri til þings, vilji ekki una því að dreifbýlisþingmenn haldi áfram í ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum. Guðni er sár og reynir að skella skuldinni á sjálfstæðismenn en ekki menn í eigin flokki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)